Karfan er tóm.
Karfan er tóm.
Stórhóll er staðsettur í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, um 18 km í suður frá Varmahlíð við veg 752 Skagafjarðarveg.
Stórhóll er lítil jörð, 50 ha og hefur verið í okkar eigu frá 2008, en við fluttum á Stórhól 1999. Við búum með geitur, hross, endur, hunda og ketti. Árið 2011 festum við kaup á 3 gámum sem byggðir voru saman og er þar í dag Rúnalist Gallerí og vinnustofa.
Rúnalist Gallerí er lítil sveitabúð á býlinu, með fjölbreyttar matvörur beint frá býli, bæði frá okkur og öðrum smáframleiðendum. Vörur úr geita- og ærkjöti, sultur, hlaup,sölt, chutney, osta, krydd, egg og fleira. Við bjóðum einnig upp á fjölbreytt, einstakt listhandverk og nytjavörur sem að mestum hluta er unnið heima á býlinu, eða af öðrum fjölskyldumeðlimum. Geitaband, Sauðaband, uppskriftir, prjónapakka, húfur, vettlinga, púða, myndverk, kort, könnur með dýramyndum, bækur, mynjagripi og fleira.
Hlaðan var notuð sem fjárhús áður en við sameinuðum sauðahjarðir okkar, við og elsti sonurinn, haustið 2022. Kindurnar eru á hans býli og við hjálpum til eftir þörfum. Í Hlöðunni tökum við á móti gestum og segjum okkar sögur, sýnum gamla muni, hráefni og afurðir frá býlinu. Þar höldum við einnig bændamarkað, nokkrum sinnum á ári. Hlaðan og notkunarmöguleikar hennar eru enn í þróun.