Lambakjöt

Lambakjöt - Bænda Biti

Á Stórhóli er hægt að fá lambakjöt allt árið um kring. Á býlinu er lítil sveitaverslun Rúnalist Gallerí með árstíðabundnum vörum. Slátrað er hjá SAH á Blönduósi og önnur vinnsla fer fram í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.  Allt kjöt er látið hanga  5-7 daga og telst því fullmeirnað, og tilbúið til neyslu.

Á haustin er mest framboð af lambakjöti, hægt er að fá lambsskrokka af nýslátruðu í heilum og hálfum skrokkum. Best er að panta fyrir sláturtíð,  það eykur úrval viðskiptvinarins. Tekið er tillit til sérþarfa og óska viðskiptavinarins eins og kostur er.  Einnig er hægt að kaupa einstaka skrokkhluta. Vöruflokkar geta selst upp tímabundið. Framundan er frekari þróun á vinnslu afurða okkar.

Lömbin ganga á Gilhagadal yfir sumarið, og eru ekki bötuð á káli eða öðru grænfóðri.  Meðalvigtin  síðustu ár hefur verið um 18 kg.

 Verðlisti og  pöntun