Rúnalist Gallerí

 

 

Rúnalist framleiðir vörur úr náttúrulegum hráefnum, sem mest heimafengnum,  ull, skinnum, og fleiru.  Við sendum ullina okkar til Uppspuna, smáspunaverksmiðju á suðurlandi og fáum til baka dásamlegt sauða- og lambaband.  Við kembum geiturnar okkar, íslensku landnámsgeitina  og sendum einnig geitafiðuna til Uppspuna.  Sigrún hefur hannað prjónauppskriftir og prjónakassa, húfur og vettlinga úr okkar ull.   Hráefni eins og t.d. laxaroð, hlýraroð, þorskroð og nílarkarfi ásamt sauðleðri er einnig notað í  kortasveski, myntbuddurog smáhluti. Litglöð myndverk úr roði , heimagerðum pappír með roð eða ullardýrum, gefa sveitalífinu oft ævintýralegan blæ, og fanga sveitarómantíkina. Sauðagærur, smálambaskinn, myndverk, töskur, hárskraut og barmnælur úr íslenskri ull og sauðleðri, ásamt ullarminjagripum og nytjamunum úr heimaspunninni ull eru einnig í öndvegi. Geitastökur og dásamlegt garn úr kasmír af geitunum á bænum.  Prjóna og matreiðslubækur, könnur, púðar og fleira.

Finnið okkur og fylgið  á: