Karfan er tóm.
Karfan er tóm.
Kiðlingakjöt - Bænda Biti
Á Stórhóli er hægt að fá kiðlingakjöt allt árið um kring. Á bænum er lítil sveitaverslun Rúnalist Gallerí með árstíðabundnum vörum. Einstaka vöruflokkar geta selst upp tímabundið. Framundan er frekari þróun á vinnslu afurða okkar.
Kiðlingakjöt er með fitusnauðasta kjöti sem völ er á og einnig mjög próteinríkt. Kiðlingakjöt er bragðgott, keimlíkt lambakjöti en þó ekki eins. Vegna þess hve kjötið er fitulítið hentar einkarvel að hægelda það við lágan hita í langan tíma, svo það verði ekki þurrt og seigt. (cook low and slow). Það kemur líka vel út að grilla það, sérstaklega þykkari stykki svo sem hrygg. Geitabiti - léttreykt og grafið geitafille og Huðnubiti - grafið geitakjöt er gómsætt í forrétti og snittur svo eitthvað sé nefnt. Kiðli - tvíreykt kiðlingakjöt hefur slegið í gegn, reykt kiðlingarúllupylsa , reyktur kiðlngabógur og reyktur geitabógur ( sem er af veturgömlu geitfé) kitlar virkilega bragðlaukana.
Slátrað er hjá SAH á Blönduósi og önnur vinnsla fer fram í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Allt kjöt er látið hanga 5-7 daga og telst því fullmeirnað, og tilbúið til neyslu.
Næringaryfirlýsing fyrir kiðlingakjöt (öll stykki)
Næringargildi í 100 g af ætum hluta
Orka 720 kJ / 172 kkal
Fita 9,8 g
- þar af mettuð fita 4,1 g
Kolvetni 0 g
- þar af sykurtegundir 0 g
Prótein 21 g
Salt 0,19 g