Karfan er tóm.
Karfan er tóm.
Íslenska landnámsgeitin kom hingað með norrænum víkingum um 874. Þær hafa þolað margt gegnum aldirnar og í tvígang hefur stofninn farið töluvert undir 100 dýr. Síðustu ár hefur þeim samt farið fjölgandi og 2017 voru þær um 1100 en eru engu að síður enn í útrýmingarhættu. Íslenska landnámsgeitin er dugleg en ljúf og skemmtileg, hana er auðvelt að gera mannvana, þær geta verið sérvitrar en það gerir þær bara skemmtilegri. Við fengum geiturnar okkar á Stórhól haustið 2012, 7 huðnur og 3 hafra. Í byrjun árs 2019 eru á bænum 22 huðnur, 5 kiður, 2 frjóhafrar og 1 sauðhafur. Við nýtum fiðuna, skinnin, kjötið og mjólkum einnig þó í litlum mæli sé.