Kindur

 

Íslenska sauðkindin hefur fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar.  Hún hefur einstaka hæfileika í að lifa af við erfiðar aðstæður þó sem betur fer reyni ekki á þá hæfileika í dag.  Við rýjum kindurnar okkar á haustin um leið og þær eru teknar á hús,  í nóvember - desember.  Mikilvægt er að rýja þær áður en þeim er gefið, þannig fáum við bestu ullargæðin.  Uppspuni smáspunaverksmiðja spinnur ullina fyrir okkur, í Sauðaband, Lambaband, og Bekraband.  Hver sauðalitur ber nafn kindarinnar sem ullin er af.  Í mars eru kindurnar rúnar aftur tekið svokallað snoð, til að fá góða og óhnökraða ull að hausti.  Sauðbuður hefst í maí.  Ærnar ganga á Gilhagadal yfir sumarið, gróið og grösugt land, og smalað til rétta í byrjun september.

Við eigum nokkrar kindur með ferhyrndan erfðavísi og einnig forystukindur.