• DISKÓSÚPA

    DISKÓSÚPA

    Diskósúpudagur Slow Food á Íslandi 2025 
    Laugardagurinn 26. apríl
    Diskósúpa í Hlöðunni á Stórhól í Lýt, Skagafirði kl. 12-15.
    Auðvitað kostar súpan ekkert nema bros  
     
    -fylgist með  nýjum uppfærslum hérna fram að viðburði
     
    DISKÓSÚPA 
    Hvað er það ?
     
    Diskósúpa er súpa sem búin er til úr matarafgöngum sem verslanir og framleiðendur myndu annars henda.  Þessi "viðburður" er upphaflega kominn frá ungliðahreyfingu Slow Food, og var fyrst haldinn í þýskalandi 2012.  Diskósúpu viðburðir eru haldnir út um allan heim, en markmiðið er að verkja fólk  til meðvitundar um þá matarsóun sem á sér stað  í heiminum.

     

    Dagarnir 22. apríl er alþjóðlegur Dagur Jarðar og 25. apríl er alþjóðlegur Dagur umhverfis. 

    Þess vegna var síðasti laugardagur í apríl valinn og  tileinka Slow Food samtökin um allan heim, þennan dag baráttunni við matarsóun. Um þriðjungur allra framleiddra matvæla fara í ruslið á heimsvísu, talið er að matarsóun ein og sér sé ábyrg fyrir losun 8 – 10% allra gróðurhúslofttegunda. 

     Því bjóum við Diskósúpu í Hlöðunni á Stórhól,

    Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði laugardaginn 26. apríl 2025, kl. 12-15 

    á meðan enn er eitthvað í pottinum og pláss til að tilla sér.

     

     Uppskrift og aðferðarfræði Diskósúpunnar

    Innihald

    • 40 kg grænmeti og annar matur sem á að henda úr búðum úr nágrenninu.
    • 40 lítri vatn (fer þó eftir áætluðum fjölda þeirra sem munu njóta súpunnar)
    • 1 stykki bíl og bílstjóra
    • 3 stykki frumkvæði
    • 4 símtöl og nokkrir tölvupóstar
    • Fullt af hamingju og góðri tónlist
    • Slatti af gleði
    • Skreytt með ánægju

    Aðferð

    Haft er samband við lagerstjóra í búðum og beðið um þeirra samstarf, taka til það sem á að fara í tunnuna einn dag og leyfa okkur að fá það.

    Síðan er farið af stað og öllu safnað saman.

    Hóið saman skemmtilegu fólki í stóru og góðu eldhúsi, skellið tónlist í tækið og hækkið vel í.

    Síðan er skrælt og skorið, því sem er sannarlega ónýtt er hent, annað fer í stóra pottinn.

    Allt soðið saman í góða stund, stundum er sniðugt að mauka súpuna, en stundum er hún fallegri með bitum.

    Kryddað til með því sem við á, salti, pipar, kryddjurtum allt eftir því hvað er á boðstólum í eldhúsinu, smakkað og kannski einhverju bætt í viðbót.

     

       
     
     
    Sveitaheimsókn
     
    * Við bjóðum ykkur í heimsókn að kynnast og klappa íslensku geitinni
    * Að sjá örsýningu í Hlöðunni um ull - skinn - horn - bein og fleira
    * Að klappa hundunum, stundum eru hvolpar
    * Við erum einnig tilbúin í spjall um búskapinn og dýrin.
     
     Upplýsingar  *  aðgangseyrir
    * Við áætlum að heimsóknin taki 60-90 mín
    * 1.800.- kr fyrir  fullorðna 18 ára og eldri
    * 1.000,- kr fyrir 13 - 17 ára 
    * Frítt fyrir börn 12 ára og yngri
     
    Bænda Bita smakk - eingöngu fyrir hópa lágmark 8  manns.
    * panta þarf fyrir fram
    * Við bjóðum upp á smakk af afurðum býlisins
    * 3 kjöttegundir (geita- og sauðfjárafurð)
    * 2-3 teg af einhverjum sultum
    * Kex eða brauð
    * Kaffi - te - djús - vatn
    * 1.500,- kr fyrir18 ára og eldri
    *  1.000,- kr fyrir 6-12 ára
     5 ára og yngri frítt
     
    Hópar
    * Tökum á móti hópum allt að að 30 manns
    * Heimsóknartími 80-120 mínútur
    * Sveitaheimsókn 
    *Bænda Bita smakk
    *6-15 manns  2.800,- kr/ mann
    *16-30 manns 2.600,- kr/mann